Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um útgáfu leyfis Háskóla Íslands, dags. 24. september 2020, fyrir afmarkaða notkun erfðabreyttra ávaxtaflugna í rannsóknarhúsnæði rekstraraðila í Öskju og í Læknagarði í Reykjavík.

Nánari upplýsingar um starfsemina má finna í greinargerð með leyfinu.

Leyfið er gefið út í samræmi við ákvæði laga nr. 18/1996 um erfðabreyttar lífverur, reglugerðar nr. 276/2002 um afmarkaða notkun erfðabreyttra lífvera, annarra en örvera. Leyfið hefur þegar tekið gildi og gildir til 24. september 2036.

Ákvarðanir Umhverfisstofnunar er varða útgáfu leyfa eru samkvæmt 29. gr. laga nr. 18/1996 um erfðabreyttar lífverur og sæta kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála skv. 4. gr. laga nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd.  Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu fréttar og rennur út 26. október 2020. Aðsetur nefndarinnar er í Borgartúni 21, Höfðaborg, 105 Reykjavík. 

Fylgiskjöl:
Leyfi með greinargerð
Leyfi á pdf.
Umsögn ráðgjafanefndar um erfðabreyttar lífverur